Íbúar í Leirvogstungu í Mosfellsbæ hafa flúið inn úr görðum sínum og lokað gluggum vegna óþefs frá urðunarstaðnum í Álfsnesi, að sögn Þrastar Jóns Sigurðssonar, formanns íbúasamtakanna í hverfinu. Fjallað er um málið í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins.
„Ég hef einnig heyrt þess dæmi að grillveislur hafi verið færðar annað vegna lyktarinnar,“ segir Þröstur sem tekur fram að það sé helst í vestlægum áttum eða þegar stillur eru sem lyktina leggi yfir hverfið.