Fuglatalning Umhverfisstofnunar leiðir í ljós að innan við 20 æðarhreiður eru í Dyrhólaey, ekkert kríuvarp og enginn sílamávur. Talningin, sem gerð var á mánudag, þykir gefa tilefni til að kanna möguleika á að banna alfarið umferð hunda í eynni.
Þá telja skýrsluhöfundar stofnunarinnar að æskilegt sé að til framtíðar verði umferð um eyna stjórnað til að hafa áhrif á varp. Æðarvarp sé viðkvæmt fyrir umferð um varptímann og því megi lítið út af bregða til að neikvæðra áhrifa gæti.
Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.