Maraþonganga á Esjunni

mbl.is/Þorkell

Hópur fjallgöngumanna gekk Maraþonvegalengdina upp og niður Esjuna í dag . Hugmyndin er sótt í Maraþonhlaup sem er 42,195 km langt en það er sú vegalengd sem boðberi nokkur er sagður hafa hlaupið með skilaboð um sigur í bardaganum við Maraþon frá þeirri borg til Aþenu.

Lagt var af stað í fyrstu ferðina upp Esjuna klukkan sex í morgun og að síðustu ferðinni yrði lokið um klukkan 22:00 í kvöld. Til þess að ganga heilt Maraþon þurfti hópurinn að fara u.þ.b. 6x sinnum upp á Esjutopp og aftur niður. Er þrekraun þáttur í undirbúningi hópsins (24 tindar, 24x24) fyrir Glerárdalshringinn, sem hann mun ganga þann 11. júlí.

Verkefnið er styrktarverkefni og er gengið til góðs til styrktar Styrktarfélagi Krabbameinssjúkra Barna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert