Hópur fjallgöngumanna gekk Maraþonvegalengdina upp og niður Esjuna í dag . Hugmyndin er sótt í Maraþonhlaup sem er 42,195 km langt en það er sú vegalengd sem boðberi nokkur er sagður hafa hlaupið með skilaboð um sigur í bardaganum við Maraþon frá þeirri borg til Aþenu.
Lagt var af stað í fyrstu ferðina upp Esjuna klukkan sex í morgun og að síðustu ferðinni yrði lokið um klukkan 22:00 í kvöld. Til þess að ganga heilt Maraþon þurfti hópurinn að fara u.þ.b. 6x sinnum upp á Esjutopp og aftur niður. Er þrekraun þáttur í undirbúningi hópsins (24 tindar, 24x24) fyrir Glerárdalshringinn, sem hann mun ganga þann 11. júlí.
Verkefnið er styrktarverkefni og er gengið til góðs til styrktar Styrktarfélagi Krabbameinssjúkra Barna.