Miðstjórn Framsóknar: Þingmenn styðji ekki Icesave samninginn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins. mbl.is

Miðstjórn­ar­fund­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem hald­inn var í dag, skor­ar á þing­menn flokks­ins að greiða ekki at­kvæði með samn­ingi um upp­gjör vegna ICES­A­VE skuld­bind­inga Lands­bank­ans, á grund­velli fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­inga.

Álykt­un sem miðstjórn­in samþykkti er svohljóðandi:

„Fyr­ir­liggj­andi samn­ing­ur, eins og hann hef­ur verið kynnt­ur fyr­ir
al­menn­ingi og þing­mönn­um, virðist ekki ásætt­an­leg samn­ingsniðurstaða
þar sem enn hafa eng­in gögn verið lögð fram sem rétt­læta það að
Alþingi samþykki þær gíf­ur­legu skuld­bind­ing­ar sem í samn­ingn­um
fel­ast.

Miðstjórn­in tel­ur að liggja þurfi fyr­ir hlut­laust mat á eigna­safni
Lands­bank­ans, mat á áhrif­um samn­ings­ins á láns­hæf­is­mat Íslands,
áhrif á þróun geng­is ís­lensku krón­unn­ar, áhrif geng­is breska
punds­ins og evr­unn­ar á greiðslu­byrðina, mögu­leik­ar þjóðar­inn­ar á
að geta staðið við þær greiðslur sem í samn­ingn­um fel­ast og hvaða
áhrif sú greiðslu­byrði myndi hafa á lífs­kjör á Íslandi.

Miðstjórn­in tel­ur mik­il­vægt að skoða laga­lega stöðu Íslands, meðal
ann­ars með sér­stöku til­liti til þeirr­ar óvissu sem rík­ir um gildi
neyðarlag­anna. Þegar þess­ari óvissu er eytt er fyrst hægt að ætl­ast
til þess af þing­mönn­um að þeir taki af­stöðu til samn­ings­ins.

Miðstjórn­in tel­ur að til greina komi að rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve
skuld­bind­ing­anna verði bor­in und­ir þjóðina í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Við aðstæður sem þess­ar krist­all­ast nauðsyn þess að eign­ar­hald
þjóðar­inn­ar á auðlind­um sín­um sé tryggt. Það verður ein­ung­is gert
með stjórn­ar­skrárá­kvæði um sam­eign þjóðar­inn­ar á auðlind­um
sín­um.

Miðstjórn­in tel­ur mik­il­vægt að fylgt sé mark­vissri og skýrri stefnu
um það hvernig þjóðin á að geta unnið sig út úr vand­an­um og
und­ir­stöður sam­fé­lags­ins tryggðar til lengri og skemmri tíma. Verður
að huga sér­stak­lega að gjald­eyr­is­skap­andi og gjald­eyr­is­spar­andi
fyr­ir­tækj­um og hafn­ar miðstjórn leið aðgerðarleys­is
rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem er að keyra fyr­ir­tæk­in og heim­il­in í þrot.
Sam­vinna og samstaða þjóðar­inn­ar er for­senda þess að vel tak­ist til,
en þá þarf að upp­lýsa á trú­verðugan hátt um hina raun­veru­legu
stöðu mála og hvaða val­kost­ir eru raun­veru­lega í boði. Dul­kóðanir
og baktjalda­makk eiga að heyra sög­unni til.

Miðstjórn Fram­sókn­ar­flokks­ins ít­rek­ar að þegar í fe­brú­ar­mánuði
lagði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fram til­lög­ur í efna­hags­mál­um, m.a. um
leiðrétt­ingu á höfuðstól skulda heim­ila og fyr­ir­tækja um 20%. Tel­ur
miðstjórn enn mik­il­væg­ara nú en þá að þegar verði gripið til
rót­tækra aðgerða í efna­hags­mál­um sem m.a. miða að því að bjarga
heim­il­um og fyr­ir­tækj­um lands­ins sem ekki hef­ur verið tekið til­lit til.
Á þann hátt get­ur þjóðin unnið sig út úr vand­an­um.

Miðstjórn­in árétt­ar nauðsyn þess að upp­gjöri bank­anna sé lokið
sem fyrst svo banka­kerfið geti tekið til starfa á ný.

Miðstjórn Fram­sókn­ar­flokks­ins styður öll góð mál, sem til heilla
geta horft fyr­ir land og þjóð og skor­ar á þing­menn flokks­ins að
leggja öll­um góðum mál­um lið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert