Ók framúr flugvélinni

Á flugvellinum á Stórakroppi í Borgarfirði þegar búið var að …
Á flugvellinum á Stórakroppi í Borgarfirði þegar búið var að merkja GA8 Airvan flugvélina TF-VAN með lögreglustjörnum. Frá vinstri: Þorsteinn Jónsson frá lögreglunni í Borgarfirði og Dölum og flugmennirnir Kristinn Smári Sigurjónsson og Kristján Þór Kristjánsson frá Norlandair. mbl.is/Theodór

Ökumaður bifreiðar sem ók glannalega eftir þjóðveginum nálægt Grundartanga síðdegis í gær er grunaður um að hafa verið undir áhrifum örvandi fíkniefna.  Lögreglumenn á eftirlitsflugi urðu bílsins varir, vélinni var flogið á 90-100 km hraða en flugmaðurinn þurfti að auka hraðann til þess að hafa við bifreiðinni.

Um var að ræða fólksbifreið með tjaldvagn í eftirdragi, sem var ekið á miklum hraða til norðurs. Fór hún fram úr hverjum bílnum á fætur öðrum og nokkrum sinnum á stöðum þar sem bannað er að aka framúr. Flugvélinni var flogið á um 90 til 100 km hraða en þurfti að auka hraðann nokkuð til að hafa við bifreiðinni með tjaldvagninn. Haft var samband við lögregluna í Borgarnesi sem stöðvaði viðkomandi bifreið og er ökumaður hennar grunaður um að hafa ekið undir áhrifum örvandi fíkniefna, sem fyrr segir.

Það voru lögreglumenn frá Borgarnesi sem fóru í eftirlitsflugið í gær.  Eftirlitið er hluti af samstarfi lögreglunnar á suðvesturhorni landsins. Flogið var meðfram Vesturlandsvegi frá Holtavörðuheiði til Reykjavíkur og síðan meðfram Suðurlandsvegi að Selfossi. Flogið var á einshreyfils átta manna flugvél frá Norlandair sem er af gerðinni GA8 Airvan.

Eftirlitinu var fyrst og fremst beint gegn háskalegum akstri, t.d. hættulegum framúrakstri. Eftirlitið er hugsað sem viðbót við þyrluflug lögreglunnar með Landhelgisgæslunni í sumar. Að sögn lögreglunnar gekk umferðin að lang mestu leyti mjög vel fyrir sig en með undantekningum þó, eins og framan greinir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert