Rætt við sveitarfélögin eftir helgi

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í dag að ríkisstjórnarfundur sem hófst í ráðherrabústaðnum klukkan hálf ellefu í morgun snúist um ríkisfjármálin og málefni tengd þeim. Þá sagðist hann vonast til þess að niðurstaða liggi fyrir upp úr helginni. 

Sagði hann að rætt verði við aðila vinnumarkaðarins nú um helgina og fulltrúa sveitarfélaga eftir helgi.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, sagði í fréttum útvarpsins að ekki væri þó allt undir þótt niðurstaða náist ekki í málinu  málinu um helgina.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert