Ríkisstjórnin situr nú á fundi í Ráðherrabústaðnum. Ekki hafa fengist upplýsingar um efni fundarins en talið er líklegt að hann tengist því að til stendur að fjármálaráðherra leggi fram frumvarp (svokallaðan bandorm) á Alþingi eftir helgi um ráðstafanir í ríkisfjármálum fyrir árið 2009.
Til hefur staðið að áætlun um aðgerðir til lengri tíma verði svo lögð fram í kringum 20. júní en samkvæmt heimildum mbl.is hefur verið þrýstingur á ríkisstjórnina að gera það fyrr.