Varar við fækkun háskóla

Háskólinn á Akureyri
Háskólinn á Akureyri

 Þor­steinn Gunn­ars­son rektor Há­skól­ans á Ak­ur­eyri var­ar sér­stak­lega við hug­mynd­um um að öll­um há­skól­um lands­ins verði steypt sam­an í tvo há­skóla, sem hefðu höfuðstöðvar í Reykja­vík. „Með því yrði öll sjálf­stæð há­skóla­starf­semi á lands­byggðinni lögð af en komið yrði á fót óskil­greind­um úti­bú­um sem ættu allt und­ir miðstýrðu valdi höfuðstöðvanna í Reykja­vík. Ég dreg í efa ágæti slíkr­ar úti­bú­a­starf­semi á lands­byggðinni,“sagði Þor­steinn í ávarpi á Há­skóla­hátíð á Ak­ur­eyri í dag.

Þor­steinn læt­ur nú af starfi en hann hef­ur verið rektor HA í 15 ár. Á þeim tíma hef­ur nem­enda­fjöldi marg­fald­ast.

Í dag voru 289 kandí­dat­ar braut­skráðir: úr hug- og fé­lags­vís­inda­deild 156, úr heil­brigðis­deild 64 og úr viðskipta- og raun­vís­inda­deild 69.

Þor­steinn sagði m.a. í þessu síðasta ávarpi sínu sem rektor:

„Á síðustu árum hef­ur auk­inn kraft­ur færst í umræðu um sam­ein­ingu há­skóla. Þetta er skilj­an­legt, því nýta verður al­manna­fé af ráðdeild og tryggja að há­skóla­stofn­an­ir geti haldið uppi þeim gæðum og rann­sókn­ar­kröf­um sem við vilj­um halda á lofti.

Þær hug­mynd­ir sem fram komu hjá er­lend­um sér­fræðihóp á dög­un­um um breyt­ing­ar á há­skóla­stig­inu eru um margt áhuga­verðar. Um marg­ar þeirra má þó segja að sum­ar áhersl­ur þar eru of markaðsmiðaðar. Hlut­verk há­skóla er mun víðara en að þjóna markaðnum á hverj­um tíma. Það má orða það svo að hlut­verk há­skóla sé að þjóna sam­fé­lag­inu með því að mennta nem­end­ur sína og með því að stunda sem fjöl­breyti­leg­ast­ar rann­sókn­ir. Auðvitað kem­ur það at­vinnu­líf­inu til góða að fá menntað vinnu­afl og niður­stöður úr rann­sókn­um sem geta leitt af sér fyr­ir­tæki. En það er bara hluti af því sem há­skól­ar gera. Starf­semi há­skól­anna fel­ur einnig m.a. í sér að viðhalda og byggja upp innviði sam­fé­lags­ins og iðka gagn­rýna hugs­un.

En ég vil vara sér­stak­lega við þeim hug­mynd­um í skýrslu sér­fræðihóps­ins að öll­um há­skól­um lands­ins verði steypt sam­an í tvo há­skóla, sem hefðu höfuðstöðvar sín­ar í nokk­ur hundruð metra fjar­lægð frá hvor öðrum í Vatns­mýr­inni í Reykja­vík. Með því yrði öll sjálf­stæð há­skóla­starf­semi á lands­byggðinni lögð af en komið yrði á fót óskil­greind­um úti­bú­um sem ættu allt und­ir miðstýrðu valdi höfuðstöðvanna í Reykja­vík. Ég dreg í efa ágæti slíkr­ar úti­bú­a­starf­semi á lands­byggðinni. “

Þor­steinn sagði að þegar draga þyrfti sam­an segl­in yrði til­hneig­ing rík til þess að spara og síðan leggja niður úti­bú­in á meðan höfuðstöðvarn­ar halda sín­um hlut eða jafn­vel styrkj­ast. 

Sérstaða Há­skól­ans á Ak­ur­eyri er mik­il. Hann er sá eini utan áhrifa­svæðis höfuðborg­ar­inn­ar sem býður upp á nám á fleir­um en einu fræðasviði. Frá því að Há­skól­inn á Ak­ur­eyri var stofnaður hafa rúm­lega 3000 ein­stak­ling­ar braut­skráðst héðan. Sam­kvæmt könn­un á af­drif­um braut­skráðra má gera ráð fyr­ir að um helm­ing­ur þess­ara ein­stak­linga eða 1500 búi og starfi hér á Eyja­fjarðarsvæðinu, 750 á höfuðborg­ar­svæðinu og 750 ann­ars staðar á land­inu. Ein­stak­ling­ar sem menntaðir eru í há­skól­um í Reykja­vík skila sér ekki í nægi­leg­um mæli út fyr­ir Reykja­vík­ur­svæðið. Starf­semi Há­skól­ans á Ak­ur­eyri er þannig ein for­senda þess að blóm­legt at­vinnu­líf og þjóðlíf vaxi og dafni utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. Hug­mynd­ir um úti­búa­væðingu Há­skól­ans á Ak­ur­eyri eru því ekki aðeins skaðleg­ar fyr­ir Há­skól­ann á Ak­ur­eyri sem stofn­un held­ur eru þær ógn­un við líf­væn­lega bú­setu á lands­byggðinni. 

En hvað er þá til ráða? Vel má hugsa sér að fækka há­skól­um þannig að tveir væru með höfuðstöðvar í Reykja­vík og einn með sín­ar bækistöðvar á Ak­ur­eyri.  

Í ann­an stað en óháð sam­ein­ing­ar­um­ræðum, er nauðsyn­legt að auka sam­starf há­skól­anna og huga að verka­skipt­ingu og sér­hæf­ingu þeirra. Ef litið er á náms­fram­boð þá er mik­il skör­un í náms­fram­boði Há­skóla Íslands og Há­skól­ans í Reykja­vík. Stjórn­völd og stjórn­end­ur há­skóla verða að spyrja sig erfiðra spurn­inga eins og þeirr­ar hvort nauðsyn­legt sé að bjóða upp á viðskipta­fræði við fimm há­skóla í land­inu eða laga­nám við fjóra há­skóla. Við mat á þess­um atriðum þarf að hafa í huga þætti eins og gæði viðkom­andi náms og að jafn­rétti til náms án til­lits til bú­setu og efna­hags sé virt. 

Skyn­sam­legt er einnig að auka sam­eig­in­leg­ar próf­gráður inn­lendra sem er­lendra há­skóla. Dæmi um það eru nem­end­ur RES Orku­skóla á Ak­ur­eyri sem út­skrif­ast með sam­eig­in­lega meist­ara­gráðu frá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri og frá Há­skóla Íslands.

Áhersla á gæði mennt­un­ar og rann­sókna er krafa um þátt­töku í alþjóðasam­fé­lag­inu. Staðla og viðmið sækj­um við æ meir í slíkt sam­starf. Rann­sókn­a­starf­semi er í aukn­um mæli alþjóðleg. Þessi þátt­taka mun meðal ann­ars kalla á aukið fram­lag okk­ar m.a. hvað varðar notk­un er­lendra tungu­mála. 

Hér má held­ur ekki gleyma þeirri staðreynd að ís­lensk­ir há­skól­ar munu keppa í aukn­um mæli við er­lend­ar há­skóla­stofn­an­ir. Sam­keppn­is­hæfi há­skóla hér á landi mun í aukn­um mæli byggja á því hversu vel þeir sér­hæfa sig á ólík­um fræðasviðum. Við þurf­um að spyrja: Hvar ligg­ur sérþekk­ing okk­ar, frum­kvæði og vilji til upp­bygg­ing­ar? Hvert verður fram­lag okk­ar til annarra þjóða? 

Í framtíðinni er lík­legt að alþjóðleg há­skóla­net taki á sig sí­fellt sterk­ari mynd. Slík alþjóðleg há­skóla­net munu styrkja viðkom­andi há­skóla í ólgu­sjó auk­inna sam­skipta og alþjóðavæðing­ar. Aðganga að þeim net­um mun byggja á þeirri sér­hæf­ingu sem há­skól­an­ir geta boðið.“

Þorsteinn Gunnarsson rektor HA eftir brautskráninguna í dag.
Þor­steinn Gunn­ars­son rektor HA eft­ir braut­skrán­ing­una í dag. mbl.is/​BG
Hópurinn sem brautskráðist frá Háskólanum á Akureyri í dag.
Hóp­ur­inn sem braut­skráðist frá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri í dag. mbl.is/​BG
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert