Verksmiðja Bakkavarar gæti skapað 750 ný störf

mbl.is/Valdís

Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir unnið að því að greina hagkvæmni þess að reisa nýja verksmiðju félagsins á Íslandi. Niðurstaða eigi að liggja fyrir seint í sumar og segir hann forsendur benda til þess að fjárfesting á Íslandi sé hagkvæm. Gangi það eftir gætu skapast 500 til 750 ný störf við verksmiðjuna.

Ágúst hefur kynnt þessar fyrirætlanir fyrir fjármálaráðherra en segir stjórnvöld ekki koma með formlegum hætti að undirbúningi málsins.

Nú starfrækir Bakkavör 63 verksmiðjur í tíu löndum með tæplega tuttugu þúsund starfsmönnum. Forstjórinn segir starfsemina mannaflsfreka og verksmiðjurnar þurfa að framleiða fyrir tólf til fimmtán milljarða króna á ári til að bera sig.

„Við hugsum þetta á viðskiptalegum forsendum en auðvitað berum við taugar til landsins og viljum reyna að styðja við bakið á þeirri uppbyggingu sem hér er framundan,“ segir Ágúst.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka