Aðbúnaður fanga ekki nógu góður

Aðbúnaður fanga ekki nægj­an­lega góður. Tví­mennt í tveim­ur klef­um. Aldrei hafa jafn marg­ir setið í gæslu­v­arðhaldi.

Mar­grét Frí­manns­dótt­ir, fang­els­is­stjóri á Litla Hrauni, seg­ir í viðtali við RÚV að í það heila tekið sé aðbúnaður fanga ekki nægj­an­lega góður. Hún seg­ir nauðsyn á fjöl­breytt­ari úrræðum fyr­ir fanga sem eru að taka út refsi­dóma, svo sem opn­um fang­els­um.

Á meðan fang­els­in eru full er ekki hægt að boða þá sem hlotið hafa refsi­dóma til afplán­un­ar, en hátt í 200 eru nú á boðun­arlista Fang­els­is­stofn­un­ar.  Þar á meðal menn sem hlotið hafa þunga dóma vegna al­var­legra of­beld­is­brota.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert