Aðbúnaður fanga ekki nægjanlega góður. Tvímennt í tveimur klefum. Aldrei hafa jafn margir setið í gæsluvarðhaldi.
Margrét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri á Litla Hrauni, segir í viðtali við RÚV að í
það heila tekið sé aðbúnaður fanga ekki nægjanlega góður. Hún segir
nauðsyn á fjölbreyttari úrræðum fyrir fanga sem eru að taka út
refsidóma, svo sem opnum fangelsum.
Á meðan fangelsin eru full er ekki hægt að boða þá sem hlotið hafa refsidóma til afplánunar, en hátt í 200 eru nú á boðunarlista Fangelsisstofnunar. Þar á meðal menn sem hlotið hafa þunga dóma vegna alvarlegra ofbeldisbrota.