Ekki eru boðaðir formlegir fundir að hálfu stjórnvalda eða aðila vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmála eða aðgerðir í ríkisfjármálum í dag. Mikið var um fundarhöld í gær en að þeim loknum sögðu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir næstu helgi