Forsætisráðherrar á fundi á Egilsstöðum

Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, og Frederik Reinfeldt, forsætisráðherra Finnlands, koma …
Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, og Frederik Reinfeldt, forsætisráðherra Finnlands, koma á Hótel Hérað í dag. mynd/Gunnar Gunnarsson

Forsætisráðherrar Norðurlandanna sitja nú á fundi á Hótel Héraði á Egilsstöðum og er gert ráð fyrir að fundurinn standi fram eftir kvöldi.  Ráðherrarnir munu einnig hittast í fyrramálið og halda blaðamannafund og fara í stutta skoðunarferð um Fljótsdalshérað áður en þeir halda heim.

Fram kemur á fréttavefnum Austurglugganum, að ráðherrarnir komu, ásamt fylgdarsveit, hver í sinni í einkaflugvél til Egilsstaðaflugvallar. Sá fyrsti lenti klukkan þrjú og síðan lentu vélarnar hver af annarri næstu fjörutíu mínúturnar. Ráðherrarnir gista á Gistihúsinu Egilsstöðum en funda í kjallara Hótel Héraðs.

Hverjum ráðherra fylgir um 3-5 manna fylgdarlið þannig að alls sitja um þrjátíu manns á fundinum. Við bætast síðan öryggisverðir og íslenskir og erlendir fréttamenn, en áætlað er að yfir fimmtíu manns komi í allt að fundinum.  

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, situr ráðherrafundinn fyrir hönd Íslands. Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi framkvæmdatjóri norrænu ráðherranefndarinnar, situr fundinn einnig.

Þetta er í annað skipti sem norrænu forsætisráðherrarnir hittast á Íslandi á þessu ári. Þeir áttu einnig fund í Bláa lóninu í febrúar þegar þar fór fram ráðstefna um umhverfismál á vegum Norðurlandaráðs.  Ein breyting hefur orðið frá þeim fundi en Lars Løkke Rasmussen er tekinn við sem forsætisráðherra Danmerkur af Anders Fogh Ramsussen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert