Sameiginleg stefna Norðurlanda í umhverfismálum

Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, og Frederik Reinfeldt, forsætisráðherra Finnlands, koma …
Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, og Frederik Reinfeldt, forsætisráðherra Finnlands, koma á Hótel Hérað í dag. mynd/Gunnar Gunnarsson

Norðurlöndin vilja sameiginlega norræna stefnu á umhverfisfundinum í Kaupmannahöfn. Honum er ætlað að vera framhald af Kyoto fundinum.

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna ræða nú á fundi sínum á Egilsstöðum hvort hægt sé að komast að sameiginlegri stefnu í umhverfismálum fyrir umhverfisfundinn í Kaupmannahöfn í desember en þar á að taka ákvarðanir um áframhald á Kyoto samkomulaginu á fundinum.

Vilja Norðurlöndin stefna á að minnka útblástur skaðlegra efna og setja ákveðna losunarkvóta. Hvernig þessi samvinna um stefnu mun fara fram verður ákveðið á fundi forsætisráðherrana.

Norska fréttastofan NTB hefur eftir Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, að Norðurlöndin vilji ná góðri niðurstöðu á fundinum í Kaupmannahöfn og því sé mikilvægt að þau standi saman í samningaviðræðunum. 

Þá vill hann að nýja samkomulagið taki á útrýmingu skóga í þróunarlöndunum. Á þessu er ekki tekið í Kyoto samkomulaginu og heldur ekki losun frá flugvélum og skipum. Stoltenberg telur hins vegar mikilvægt að þetta verði hluti nýs samkomulags.

NTB segir, að á fundinum á Egilsstöðum verði fjallað um undirbúningsvinnu aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Hefur Ísland þegar óskað eftir því að fá upplýsingar um aðildarviðræður Noregs 1992 og 1993. Stoltenberg segir að reynsla Noregs hafi verið sú að nauðsynlegt sé að vera vel undirbúinn og hafa allar tölur og staðreyndir á hreinu.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert