Vekur athygli á gagnrýni á AGS

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra.
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Kristinn

Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) vekur athygli á samþykkt Evrópusamtaka starfsmanna í almannaþjónustu (EPSU) um þátttöku Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í viðreisn hagkerfanna. Samþykktin er afar gagnrýnin en eins og kunnugt er þá er Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, formaður BSRB.

Í tilkynningu frá BSRB er vakin athygli á frétt þar sem segir að öflug almannaþjónusta sé „lykillinn að því að þjóðir Evrópu komist undan kreppunni með sem minnstum skaða“.

„Auknar fjárfestingar innan almannaþjónustunnar sem og í verkefnum á vegum hins opinbera koma öllum vel, styrkja efnahagslífið, draga úr misrétti, halda uppi eftirspurn eftir atvinnu og eiga þátt í að leggja grunn að sjálfbæru efnahagslífi í framtíðinni.“ 

Samþykkt EPSU var tekin fyrir á áttunda þingi þess sem haldið var í Brussel í síðustu viku, en þar gagnrýndu samtökin harðlega stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart þeim löndum Evrópu sem þurft hafa að leita á náðir hans, að því er fram kemur í frétt BSRB.

„Skilyrði sjóðsins urðu þannig til þess að ríkisstjórn Lettlands ákvað í síðustu viku að lækka laun allra opinberra starfsmanna um 50% og lifa þeir nú flestir á lögbundnum lágmarkslaunum, um 200 evrum á mánuði. Fulltrúi lettneskra verkalýðsfélaga sagði á þinginu að það væri verið að drepa almannaþjónustuna í landinu og fordæmdi EPSU-þingið aðgerðir lettnesku ríkisstjórnarinnar mjög harðlega,“ segir í fréttinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka