Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg beri ekki skaðabótaábyrgð vegna slyss sem varð í leikskóla árið 2002 þegar fjögurra ára stúlka klemmdist í dekkjarólu með þeim afleiðingum að einn fingur hennar fór nánast af.
Slysið varð með þeim hætti að anna barn eða börn snéru upp á róluna með þeim afleiðingum að fingurinn klemmdist. Læknum tókst að græða fingurinn á aftur en stúlkan finnur enn fyrir verkjum og hefur leitað margoft til bæklunarlækna.
Héraðsdómur taldi ósannað, að hægt væri að kenna umbúnaði rólunnar eða skorti á eftirliti og umönnun um slysið heldur verði að telja, að slysið verði alfarið rakið til óhappatilviks sem enginn beri sök á.