Bréf Þjóðverja til Kaupþings birt

Kaupþing í Lúxemborg.
Kaupþing í Lúxemborg. Reuters

Ra­f­ræn bréf milli Kaupþings og þýskra yf­ir­valda frá í maí voru birt viðskipta­nefnd Alþing­is í morg­un. Fram kom í maí að ein­hverj­ir túlkuðu bréf­in þannig, að þýsk fjár­mála­yf­ir­völd hefðu þar haft í hót­un­um við skila­nefnd Kaupþings til að knýja á um greiðslu á kröf­um inni­stæðueig­enda Kaupþings í Þýskalandi.

Í bréf­un­um var­ar Peter Görß fyr­ir hönd þýska fjár­málaráðuneytið við „gíf­ur­leg­um stjórn­mála­leg­um skaða fyr­ir orðstír Íslands sem ábyrg­um og trú­verðugum sam­starfsaðila" sem gætu orðið af­leiðing­ar þess að end­ur­greiðsla inni­stæðanna færu ekki fram. Þá ræður hann skila­nefnd­inni frá að stöðva end­ur­greiðslu­ferlið en vís­ar ekki til neinna af­leiðinga af því.

Eru bréf­in öll kurt­eis­lega orðuð á frem­ur stirðbusa­legri ensku.

Þýska fjár­málaráðuneytið gaf leyfi fyr­ir því að bréf­in yrðu gerð op­in­ber. Í bréfi skila­nefnd­ar Kaupþings til viðskiptaráðuneyt­is­ins frá átt­unda júní seg­ir að að því leyfi fengnu standi ákvæði upp­lýs­ingalaga því ekki í vegi fyr­ir að veita aðgang að bréf­un­um .

Eng­in hót­un í bréf­un­um

„Ég sé ekki að þetta sé al­var­leg hót­un og ekki í lík­ingu við það sem menn sögðu," seg­ir Álf­heiður Inga­dótt­ir, formaður viðskipta­nefnd­ar. Hún seg­ir að hver og einn verði að túlka bréfið fyr­ir sig en efni þess sé skýrt og það tali sínu máli.

Skiln­ing­ur Álf­heiðar er í sam­ræmi við efni fyrr­nefnds bréfs skila­nefnd­ar til viðskiptaráðuneyt­is­ins. Í því seg­ir að ekki hafi verið litið á skrif­in sem hót­un og um­fjöll­un í um þau á þeim for­send­um hörmuð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert