Engin ríkisábyrgð fyrir leynisamning

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, segir að það sé einsýnt og einboðið að efnahags- og skattanefnd Alþingis samþykki ekki að veita ríkisábyrgð fyrir Icesavesamningana nema hún hafi öll gögn í höndunum, þar á meðal samninginn sjálfan. Það verði engin ríkisábyrgð veitt fyrir eitt eða neitt sem ekki megi sjást.

Nefndin muni að sjálfsögðu kalla eftir samningnum og stórn innlánstryggingasjóðs hafi samþykkt það. Ef Bretar og Hollendingar vilji fá ríkisábyrgð á restina, þá hljóti þeir að samþykkja það líka.

Talsmenn InDefence hópsins héldu blaðamannafund í morgun og sögðu það algera forsendu að alþingismenn fái að sjá Icesamninginn ef afgreiða eigi ríkisábyrgðir vegna hans. Birta á meginatriði samningsins samkvæmt því sem næst verður komist en einhver hluti hans er bundinn trúnaði.  

Indefence hópurinn kallar eftir frekari upplýsingum vegna Icesavemálsins, til að mynda efnahagsspá til 15 ára, upplýsingum hvernig afla eigi nægilegra gjaldeyristekna til að standa straum af afborgunum, fyrirvörum um málaferli einstaklinga vegna neyðarlaganna sem geti risið þótt ríkisstjórnir Breta og Hollendinga afsali sér rétti til að höfða slík mál í samningnum. Þá vill hópurinn vita hver áhrifin eru á lánshæfismatið.

Sjá mbl sjónvarp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert