Fékk samtals 70 milljóna lán

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans mbl.is/Sverrir

Sig­ur­jón Þ. Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, fékk tvö lán hjá sér­eign­ar­líf­eyr­is­sjóði í vörslu bank­ans, svo­nefnd­um Fjár­vörslu­reikn­ingi 3. Um er að ræða svo­nefnd kúlu­lán, sem eru með ein­um gjald­daga í lok láns­tím­ans, eft­ir 20 ár. Vext­ir eru 3,5%. Annað lánið er 40 millj­ón­ir króna og hitt 30 millj­ón­ir, eða sam­tals 70 millj­ón­ir.

Sig­urður G. Guðjóns­son, lögmaður, sem út­bjó veðskulda­bréf­in sem um ræðir, sagði í sam­tali við blaðamann í gær að líf­eyr­is­sjóður­inn, sem Sig­ur­jón fékk lán­in hjá, sé einka­eign hans og að heim­ilt sé að veita lán út á slík­an sjóð sam­kvæmt lög­um. Sagði Sig­urður að 40 millj­óna króna lánið væri með veði í helm­ingi Sig­ur­jóns í hús­eign hans og eig­in­konu hans. Hitt lánið er tryggt með veði í ann­arri hús­eign Sig­ur­jóns, sam­kvæmt veðbands­yf­ir­liti frá Fast­eigna­skrá.

Hrafn Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, seg­ir að líf­eyr­is­sjóður geti ekki verið í einka­eigu. Í lög­um um skyldu­trygg­ingu líf­eyr­is­rétt­inda og starf­semi líf­eyr­is­sjóða frá ár­inu 1997 sé fjallað ít­ar­lega um starf­semi líf­eyr­is­sjóðanna í land­inu. Þar komi meðal ann­ars fram að heitið líf­eyr­is­sjóður sé lögvarið, og því geti ekki all­ir notað það. „Þá er ljóst að sam­kvæmt lög­un­um get­ur ein­stak­ling­ur ekki stofnað líf­eyr­is­sjóð.“

Hann seg­ir það engu breyta í þessu sam­bandi þó að um sé að ræða svo­nefnd­an viðbót­ar­líf­eyr­is­sparnað. Ein­ung­is ákveðnir aðilar hafi heim­ild til að bjóða upp á viðbót­ar­líf­eyr­is­sparnað, en það séu svo­nefd­ir vörsluaðilar líf­eyr­is­sparnaðar, og um það sé fjallað í líf­eyr­is­sjóðalög­un­um. Þetta séu líf­eyr­is­sjóðir, bank­ar og spari­sjóðir, verðbréfa­fyr­ir­tæki og trygg­inga­fé­lög. Þess­ir aðilar hafi því heim­ild til að stunda þá starf­semi að taka við viðbót­ar­líf­eyr­is­sjóðsgreiðslum sjóðsfé­laga og ávaxta þá fjár­muni.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert