Gera sprengju úr El Grillo óvirka

Mæligögn frá Reson fjölgeisladýptarmæli, sem hafa verið unnin í úrvinnsluforriti, …
Mæligögn frá Reson fjölgeisladýptarmæli, sem hafa verið unnin í úrvinnsluforriti, gefa góða mynd af El Grillo á botni Seyðisfjarðar. mbl.is

Ráðgert er að sprengju­deild Land­helg­is­gæslu Íslands komi til Seyðis­fjarðar á morg­un til að gera sprengju sem fannst í El Grillo óvirka. Sprengj­an er ein fjöl­margra sem fund­ist hafa í og við skipið. Tölu­verð hætta get­ur skap­ast af slík­um sprengj­um.

Árni Kóps­son kafari vinn­ur ásamt fleir­um að því að sækja niður í skipið síðasta hluta annarr­ar fall­byssu El Grillo en ráðgert er að hún verði til sýn­is í bæn­um. Kafar­arn­ir rák­ust á sprengj­una í dag og höfðu þegar í stað sam­band við Gæsl­una. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Árni læt­ur Gæsl­una vita af sprengj­um í El Grillo og tek­ur hann fram að það ger­ist nán­ast í hvert skipti sem hann kaf­ar niður að skip­inu.

El Grillo var tíu þúsund lesta olíu­birgðaskip Banda­manna sem þrjár þýsk­ar flug­vél­ar gerðu sprengju­árás á í síðari heims­styrj­öld­inni á Seyðis­firði þann 4. sept­em­ber 1942. Eft­ir árás­ina var skipið svo laskað að Bret­ar ákváðu að sökkva því, þó mikið magn olíu væri enn um borð. Skipið ligg­ur á um 30-40 metra dýpi og er vin­sæll áfangastaður sport­kafara.

Árið 2004 vann síðan Land­helg­is­gæsl­an að því að fjar­lægja veru­legt magn af skot­um og sprengi­efni úr flak­inu, en á tíma­bil­inu frá 1972-2006 hafa yfir 500 sprengj­ur verið fjar­lægðar úr því.

Árni seg­ir tölu­verða hættu geta skap­ast af sprengj­um um borð í skip­inu enda þurfi ekki endi­lega mikið til að þær springi, með til­heyr­andi áhættu á slys­um. Því sé betra að láta sprengju­deild Gæsl­unn­ar vita.

Kafar­ar Gæsl­unn­ar munu sjálf­ir sjá um að sækja sprengj­una og færa á þurrt. Hún verður í kjöl­farið gerð óvirk.

Wikipediu­grein um El Grillo

20 millimetra skotfæri úr El Grillo.
20 milli­metra skot­færi úr El Grillo.
Árni Kópsson kafari virðir fyrir sér flakið á sjávarbotni.
Árni Kóps­son kafari virðir fyr­ir sér flakið á sjáv­ar­botni. Þorkell Þorkels­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert