Gott samstarf forsætisráðherra

Fundur forsætisráðherranna var haldinn á Hótel Héraði.
Fundur forsætisráðherranna var haldinn á Hótel Héraði. AP

„Þetta mjög gagnlegur fundur þar sem við lögðum áherslu á norrænt samstarf og Evrópusamstarf á erfiðum efnahagstímum, við eyddum miklu tíma í efnahagskreppuna,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir í upphafi blaðamannafundar á Egilstöðum í kjölfar fundar norrænu ráðherranefndarinnar.

Jóhanna sagði að löndin hafa tekið höndum saman í endurskoðun á fjármálaregluverki til að reyna að tryggja, að þau mistök, sem gerð voru og fjármálakreppa, sem nú ríkir, endurtaki sig ekki. 

Hún bætti því við að á fundinum hefðu ráðherrarnir náð saman um að ganga frá lánamálum innan Norðurlandanna til Íslands vegna efnahagskreppunnar. Einungis séu formsatriði eftir sem þurfa meðferð í einstökum ríkisstjórnum landanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert