InDefence-hópurinn boðar til blaðamannafundar í dag vegna stöðunnar í Icesave-deilunni. Ræða á upplýsingagjöf frá stjórnvöldum svo alþingismenn geti tekið upplýstar ákvarðanir vegna deilunnar.
Í tilkynningu frá hópnum segir að Indefence-hópurinn hafi síðast boðað til blaðamannafundar til að vekja athygli á mikilvægi þess að stjórnvöld grípi til aðgerða fyrir 7. janúar sl. Það hafi ekki verið gert og að undanförnu hafi núverandi stjórnvöld vísað mjög til þess að Icesave málið hafi tapast þar með.
Að mati hópsins stendur þjóðin nú frammi fyrir enn meiri ögurstundu í málinu en í upphafi janúar. Það skorti hins vegar mikið á að stjórnmálamenn og almenningur geri sér grein fyrir mikilvægustu atriðum málsins í þeirri stöðu sem nú sé uppi.