Krefjast þess að þingmenn fái aðgang að samkomulaginu

Hópur fólks mótmælir Icesave-samkomulaginu á Austurvelli í dag.
Hópur fólks mótmælir Icesave-samkomulaginu á Austurvelli í dag. mbl.is/Kristinn

InDefence hópurinn segist í yfirlýsingu hafa verulegar áhyggjur af þeirri leynd sem ríkir yfir Icesave-samkomulaginu og að íslensk stjórnvöld séu enn á ný að gera afdrifarík mistök. Hópurinn krefst þess að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar fái aðgang að samkomulaginu, þannig að alþingismenn hafi forsendur til að meta frumvarpið.

„Málið er eitt það mikilvægasta sem Alþingi Íslendinga hefur þurft að taka ákvörðun um frá lýðveldisstofnun. Skuldbindingin er af þeirri stærðargráðu að hún snertir ekki bara afkomu núlifandi Íslendinga heldur einnig lífskjör komandi kynslóða. Það mikilvægasta sem kjósendur geta krafist af fulltrúum sínum á Alþingi er að þeir taki ákvarðanir um svo mikilvæg mál á ábyrgan og upplýstan hátt.  Það getur ekki gerst nema þingmenn fái skilyrðislaust í hendur allar nauðsynlegar upplýsingar um málið. Lágmarkskrafa er að þeir fái að sjá þann samning sem að baki ábyrgðinni liggur," segir í yfirlýsingu InDefence.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert