Krefjast þess að þingmenn fái aðgang að samkomulaginu

Hópur fólks mótmælir Icesave-samkomulaginu á Austurvelli í dag.
Hópur fólks mótmælir Icesave-samkomulaginu á Austurvelli í dag. mbl.is/Kristinn

InD­efence hóp­ur­inn seg­ist í yf­ir­lýs­ingu hafa veru­leg­ar áhyggj­ur af þeirri leynd sem rík­ir yfir Ices­a­ve-sam­komu­lag­inu og að ís­lensk stjórn­völd séu enn á ný að gera af­drifa­rík mis­tök. Hóp­ur­inn krefst þess að kjörn­ir full­trú­ar þjóðar­inn­ar fái aðgang að sam­komu­lag­inu, þannig að alþing­is­menn hafi for­send­ur til að meta frum­varpið.

„Málið er eitt það mik­il­væg­asta sem Alþingi Íslend­inga hef­ur þurft að taka ákvörðun um frá lýðveld­is­stofn­un. Skuld­bind­ing­in er af þeirri stærðargráðu að hún snert­ir ekki bara af­komu núlif­andi Íslend­inga held­ur einnig lífs­kjör kom­andi kyn­slóða. Það mik­il­væg­asta sem kjós­end­ur geta kraf­ist af full­trú­um sín­um á Alþingi er að þeir taki ákv­arðanir um svo mik­il­væg mál á ábyrg­an og upp­lýst­an hátt.  Það get­ur ekki gerst nema þing­menn fái skil­yrðis­laust í hend­ur all­ar nauðsyn­leg­ar upp­lýs­ing­ar um málið. Lág­marks­krafa er að þeir fái að sjá þann samn­ing sem að baki ábyrgðinni ligg­ur," seg­ir í yf­ir­lýs­ingu InD­efence.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert