Laugavegurinn verði göngugata í góðu veðri

Laugavegur í Reykjavík.
Laugavegur í Reykjavík.

Hjá Reykja­vík­ur­borg eru nú uppi hug­mynd­ir um að loka Lauga­veg­in­um fyr­ir um­ferð far­ar­tækja og gera hann að göngu­götu þegar vel viðrar í sum­ar. Í skoðun er að strætó fari upp og niður Hverf­is­göt­una þá daga sem gat­an er lokuð bíl­um.

Á fundi Um­hverf­is- og sam­göngu­sviðs í síðustu viku var samþykkt að leita sam­starfs við versl­un­ar­eig­end­ur við Lauga­veg um að loka göt­unni fyr­ir bílaum­ferð á góðviðris­dög­um. Er ætl­un­in að þetta sé í til­rauna­skyni og ár­ang­ur met­inn síðar.

Þá vill sviðið kanna mögu­leik­ann á sér­stök­um góðviðris­strætó sem gangi upp og niður Hverf­is­göt­una á meðan á lok­un stend­ur. Þannig sé komið til móts við þá sem eiga erfitt með að ferðast gang­andi.

Um­hverf­is og sam­göngu­svið mun vinna til­lög­una í sam­ráði við Menn­ing­ar- og ferðamála­svið, sem og kaup­menn á svæðinu.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert