Laugavegurinn verði göngugata í góðu veðri

Laugavegur í Reykjavík.
Laugavegur í Reykjavík.

Hjá Reykjavíkurborg eru nú uppi hugmyndir um að loka Laugaveginum fyrir umferð farartækja og gera hann að göngugötu þegar vel viðrar í sumar. Í skoðun er að strætó fari upp og niður Hverfisgötuna þá daga sem gatan er lokuð bílum.

Á fundi Umhverfis- og samgöngusviðs í síðustu viku var samþykkt að leita samstarfs við verslunareigendur við Laugaveg um að loka götunni fyrir bílaumferð á góðviðrisdögum. Er ætlunin að þetta sé í tilraunaskyni og árangur metinn síðar.

Þá vill sviðið kanna möguleikann á sérstökum góðviðrisstrætó sem gangi upp og niður Hverfisgötuna á meðan á lokun stendur. Þannig sé komið til móts við þá sem eiga erfitt með að ferðast gangandi.

Umhverfis og samgöngusvið mun vinna tillöguna í samráði við Menningar- og ferðamálasvið, sem og kaupmenn á svæðinu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert