Norðmenn veita gjarnan góð ráð

Forsætisráðherrar Norðurlandanna á fundi á Egilsstöðum í gærkvöldi.
Forsætisráðherrar Norðurlandanna á fundi á Egilsstöðum í gærkvöldi. AP

„Það hefur áhrif á umsóknarferlið hversu margar undanþágur og sérákvæði Íslendingar fara fram á, það veit ég af eigin reynslu," sagði Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, á blaðamannafundi á Egilsstöðum í dag.

„Jóhanna Sigurðardóttir og hennar ríkisstjórn hafa unnið gott starf í efnahagsþrengingunum," sagði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs.  „Við Norðmenn veitum gjarnan góð ráð varðandi umsókn Íslendinga að Evrópusambandinu því við höfum langa reynslu af að sækja um inngöngu í ESB."

Stoltenberg var spurður hvort hann teldi, að hugsanleg ESB-aðild Íslendinga myndu hafa áhrif á samninga ríkjanna tveggja um deilistofna. Stoltenberg sagði, að Norðmenn væru vanir að eiga í viðræðum um fiskveiðar við Evrópusambandslönd. Það hefði gengið vel og hann ætti ekki von á að slíkir samningar gangi ver við Íslendinga. 

Hann sagði að vissulega myndu þar skipta  máli hvaða samningum Íslendingar ná við Evrópusambandið varðandi fiskveiðar en hann væri viss um að þjóðirnar myndu finna samningsgrundvöll í þessu eins og öðru.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, gerði á fundi forsætisráðherranna grein fyrir undirbúningi Íslendinga undir aðildarumsókn að Evrópusambandinu. 

Jóhanna sagði að fundur norrænu forsætisráðherrarnna sýni að Evrópusamstarfi sé ekki ætlað að koma í stað þess norræna. Norðurlandaþjóðir hafi sterka rödd í Evrópusamstarfinu, þar standi þær saman þegar komi að sameiginlegum hagsmunamálum og stefnumiðum eins og í málefnum Norður-Atlantshafsins og norðurskautssvæðanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka