Rætt um Icesave á Alþingi

Hópur fólks mótmælir Icesave-samkomulaginu á Austurvelli í dag.
Hópur fólks mótmælir Icesave-samkomulaginu á Austurvelli í dag. mbl.is/Kristinn

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, þrá­sp­urði Stein­grím J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, á Alþingi í dag hver staða mála í sam­skipt­um við Breta verður ef svo fer að ekki reyn­ist meiri­hlutastuðning­ur við sam­komu­lagið um Ices­a­ve.

Stein­grím­ur svaraði að þingið muni vænt­an­lega fjalla um þessa spurn­ing þegar frum­varp um málið kem­ur fram. Fram kom hjá hon­um að búið sé að aflétta fryst­ingu eigna Lands­bank­ans í Bretlandi.

Stein­grím­ur sagði, að rík­is­stjórn­in hefði haft fullt samn­ings­um­boð frá Alþingi að ganga frá þess­um samn­ing­um og skipað samn­inga­nefnd, sem  leiddi málið til lykta. Stein­grím­ur sagðist myndu leggja fram frum­varp um málið í rík­is­stjórn og óska eft­ir heim­ild til að leggja það fram stjórn­ar­frum­varp í trausti þess að það njóti stuðnings á Alþingi. Eft­ir það væri málið í hönd­um Alþing­is.

Bjarni sagði, að því hefði ít­rekað verið hafnað af hálfu stjórn­valda að svara því hvort gengið  hafi verið úr skugga um að samn­ing­ur­inn hefði meiri­hlutastuðning á þing­inu.

Áætl­un um gjald­eyris­tekj­ur

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, fjallaði einnig um Ices­a­ve-málið í fyr­ir­spurn­ar­tíma þings­ins og spurði Stein­grím J. Sig­fús­son hvort gerð hafi verið áætl­un um hvernig Íslend­ing­ar geti skapað nægi­leg­ar gjald­eyris­tekj­ur á næstu 15 árum til að standa und­ir Ices­a­ve-sam­komu­lag­inu. 

Sagði Sig­mund­ur Davíð, að þriðja heims ríki hefðu lent í þeirri gildru í ol­íukrepp­unni á átt­unda ára­tug síðustu ald­ar, að taka lán í gjald­eyri sem þau gátu síðan ekki staðið und­ir og hefði fest þau í fá­tækt­ar­gildru. „Það er ljóst, að það er allt annað fyr­ir ríki að skuld­setja sig í er­lendri mynt en sinni eig­in mynt," sagði Sig­mund­ur Davíð.

Stein­grím­ur sagði  ljóst, að það verði þröngt um gjald­eyris­tekj­ur og aðrar tekj­ur í þjóðarbú­inu ef heimsenda- og svart­nætt­is­spár for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins gengju eft­ir. Hitt væri ljóst, að það væri eitt mik­il­væg­asta verk­efni næstu miss­era að fá mynd af heild­ar­stöðunni og hvernig ís­lensk­ur þjóðarbú­skap­ur réði við þau áföll, sem dunið hefðu yfir. Unnið væri að því að sjá til þess að greiðslu­byrði og vaxta­byrði dreif­ist þannig að það sé viðráðan­legt fyr­ir þjóðarbú­skap­inn.

Sagði Stein­grím­ur að hol­lensk stjórn­völd hefðu m.a. boðið fram aðstoð sína við þetta. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert