Samfylkingin auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra flokksins. Sigrún Jónsdóttir hefur gegnt starfinu frá því í vetur.
Fram kemur á heimasíðu Samfylkingarinnar, að í starfinu felist m.a. dagleg stjórnun og ábyrgð á rekstri aðalskrifstofu flokksins, framkvæmd ákvarðana stjórnar og framkvæmdastjórnar flokksins,
stefnumótun, starf málefnanefnda og stjórnun þróunarverkefna
og skipulag á kynningarstarfi flokksins, útgáfu og samskiptum við fjölmiðla.