Sjálfstæðismenn ráða úrslitum

00:00
00:00

At­kvæði sjálf­stæðismanna kunna að ráða úr­slit­um um af­drif Ices­a­ves­amn­ings­ins þegar fjallað verður um rík­is­ábyrgðir vegna hans á Alþingi. Fram­sókn­ar­menn og Borg­ara­hreyf­ing­in ætla að óbreyttu að leggj­ast gegn samn­ingn­um. Siv Friðleifs­dótt­ir, Fram­sókn­ar­flokki, og Birgitta Jóns­dótt­ir, Borg­ara­hreyf­ingu, segja flokk­ana leggj­ast gegn samn­ingn­um og gagn­rýna upp­lýs­inga­gjöf til þings­ins.

Fari svo að hluti af þing­flokki VG legg­ist gegn rík­is­ábyrgðum eins og margt bend­ir til standa öll spjót á sjálf­stæðismönn­um. Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagðist á föstu­dag ekki trúa öðru en því að þeir samþykktu ábyrgðirn­ar.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ist ekki trúa því að óreyndu að þing­menn fái ekki all­ar upp­lýs­ing­ar. Hann seg­ir samn­ing­inn afar vond­an og miklu verri en hann hélt þegar málið fór af stað. Hann seg­ir að sjálf­stæðis­menn muni gera það sem þeir telji ábyrgt og skyn­sam­legt í stöðunni þegar allt verði tekið með í reikn­ing­inn.

Hóp­ur fólks mót­mælti Ices­a­ves­amn­ing­um á Aust­ur­velli í dag. Frem­ur dræm þátt­taka var í mót­mæl­un­um sem voru að mestu mjög friðsam­leg. sex þátt­tak­end­ur voru þó hand­tekn­ir fyr­ir að trufla um­ferð og einn mót­mæl­andi var ósátt­ur við að mega ekki flagga en lög­regla skipaði hon­um að draga niður ís­lenska fán­ann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert