Lögreglan á Egilsstöðum hafði fyrr í kvöld afskipti af manni vegna undarlags aksturslags sem talið var stefna öðrum vegfarendum í hættu. Fjöldi ökumanna tilkynnti um akstur mannsins til lögreglu.
Tveir lögreglubílar fóru á staðinn og þurftu að aka sitt hvoru megin við bílinn til að stöðva ökumanninn.
Fór svo að lokum að maðurinn ók bíl sínum utan í aðra lögreglubifreiðina og olli á henni minniháttar skemmtum.
Við eftirgrennslan kom í ljós að aksturlagið mátti rekja til sjúkdóms mannsins.
Ekki fæst uppgefið hvaða sjúkdóm hann á við að stríða.