Timbraður gestur lýsir eftir eiganda

Trékarlinn situr hljóður í þjónustuverki Reykjavíkurborgar.
Trékarlinn situr hljóður í þjónustuverki Reykjavíkurborgar.

Forláta trékarl fannst við aðsetur Vegagerðarinnar fyrir skemmstu. Karlinn má nálgast hjá Þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni.

Í þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12 – 14 situr nú hljóður gestur við borð og þar hefur hann setið frá maílokum.  Gesturinn fannst umkomulaus út á túni við aðsetur Vegagerðarinnar í Borgartúni og var fylgt til þjónustuvers þar sem hann virtist þurfa á leiðsögn að halda. Er það vefur Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur sem skýrir frá þessu.

Lýst eftir aðstandendum
Starfsmenn Þjónustuvers tóku gestinum vel en hann er mjög hljóður um sína tilvist, enda er hann trénaður - samsettur úr viðarbútum.

Þjónustuverið vill gjarnan halda kallinum, enda hefur hann góða nærveru.  Hrefnu Jóhannsdóttir, verkefnastjóra í þjónustuveri, finnst þó réttara að leita að skapara hans eða eiganda og lýsir því hér með eftir aðstandendum.

Þeir sem sakna síns timbraða vinar geta haft samband við þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 11 11.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert