Uppboð í gangi hjá Kerinu

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, býður lóðirnar upp.
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, býður lóðirnar upp. mbl.is/Kristinn

Uppboð stendur nú yfir á  66 sumarhúsalóðum hjá sýslumanninum á Selfossi. Lóðirnar eru í Grímsnes- og Grafningshrepp, rétt fyrir ofan Kerið í Grímsnesi.

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, hefur sagt að þetta eina uppboð sé ekki endilega vísbending um aukin vanskil þar sem þær eru allar í eigu sama aðila.Hann hefur jafnframt sagt að þetta sé engu að síður með því stærra sem gerist í einu lagi og uppboðum fari greinilega fjölgandi.

Sumarhúsalóðirnar sem nú eru boðnar upp  tilheyra frístundabyggð  í landi Syðri-Seyðishóla. Ólafur Helgi sagði við Morgunblaðið á laugardag, að sýslumannsembættið hefði uppdrátt af öllum lóðunum, sem geri það kleift að stilla sér upp á svæðinu og bjóða þær upp hverja á fætur annarri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert