Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í dag að stefnt væri að því að upplýsingar um ráðstafanir í ríkisfjármálum fyrir þetta ár og áætlun fyrir næstu ár verði veittar í þinginu í þessari viku. Stór hluti aðgerðanna ætti enda að taka gildi 1. júlí.
Steingrímur sagði, að verið væri að vinna að því að sameina í einum pakka, frumvarp um ráðstafanir í efnahagsmálum og skýrslu til þingsins um framhaldið og vonandi takist að leggja það fyrir þingið í þessari viku.