Var ekki skylt að bjóða verkin út

Kópavogur.
Kópavogur. www.mats.is

Lex lögmannsstofa hefur komist að þeirri niðustöðu, að Kópavogsbæ hafi ekki verið skylt að bjóða út verk- eða þjónustukaup sem samið var um við Frjálsa miðlun og fjallað var um í skýrslu Deloitte í síðustu viku.

Deloitte sagði í skýrslu sinni, að viðskipti Kópavogs við Frjálsa miðlun séu hugsanlega brot  á lögum um opinber innkaup þar sem ekki hafi verið gerður hagkvæmnissamanburður eins og skuli gera samkvæmt sömu lögum.

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, hefur óskað eftir því að Lex veiti lögfræðilegt álit á þeim ályktunum, sem Deloitte hefur dregið um háttsemi bæjarstjórans.

Í minnisblaði frá lögfræðistofunni segir, að Kópavogsbæ sé ekki skylt að bjóða út innkaup á grundvelli laga um opinber innkaup ef einstakir samningar nái ekki viðmiðunarfjárhæðum reglugerðar frá árinu 2007. Þær viðmiðunarfjárhæðir eru 17.980.000 krónur  vegna vörusamninga og þjónustusamninga en 449.490.000 krónur vegna verksamninga. Ekki verði  séð af gögnum að einstakir samningar við Frjálsa miðlun hafi náð þessum fjárhæðum.  Niðurstaða Deloitte um annað virðist byggjast á misskilningi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert