Vilja ekki að Gunnar hætti

Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs Kópavogs, og Gunnar Birgisson, bæjarstjóri.
Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs Kópavogs, og Gunnar Birgisson, bæjarstjóri.

Óánægja er meðal sjálf­stæðismanna í Kópa­vogi með að Gunn­ar I. Birg­is­son stígi til hliðar sem bæj­ar­stjóri. Málið er enn í deigl­unni og ekki vitað hvað lagt verður til á full­trúaráðsfundi um málið í kvöld.

Gunn­ar I. Birg­is­son, bæj­ar­stjóri og odd­viti sjálf­stæðismanna í bæj­ar­stjórn Kópa­vogs, bauðst í síðustu viku til að láta af starfi bæj­ar­stjóra ef það gæti orðið til þess að greiða fyr­ir því að fram­hald yrði á meiri­hluta­sam­starfi Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks. Kröf­ur höfðu komið fram inn­an raða Fram­sókn­ar­flokks­ins um að ekki væri rétt að halda þessu sam­starfi áfram, sér­stak­lega eft­ir að fram komu upp­lýs­ing­ar um viðskipti Kópa­vogs­bæj­ar við fyr­ir­tækið Frjálsa miðlun sem er í eigu dótt­ur Gunn­ars Birg­is­son­ar.

Ómar Stef­áns­son, bæj­ar­full­trúi fram­sókn­ar­manna, og Gunn­ar kynntu hug­mynd­ir um áfram­hald­andi sam­starf á þess­um grunni í sín­um röðum síðastliðið fimmtu­dags­kvöld. Ekki var um annað rætt, eft­ir því sem næst verður kom­ist, en að Gunn­ar yrði áfram bæj­ar­full­trúi og odd­viti flokks­ins.

Stuðnings­menn Gunn­ars eru óánægðir með þessa þróun mála og hafa komið upp hug­mynd­ir um að leggja til­lögu fyr­ir full­trúaráðið um að skora á Gunn­ar að hætta ekki. 

Málið hef­ur verið rætt á óform­leg­um fund­um hjá sjálf­stæðismönn­um und­an­farna daga og manna í mill­um. Niðurstaða er ekki feng­in. Gunn­ar hef­ur ekki sagt frá því hvernig hann sjái fram­haldið fyr­ir sér og hann kallaði bæj­ar­full­trú­ana ekki sam­an til fund­ar í gær, eins og til stóð. Afstaða bæj­ar­stjórn­ar­flokks­ins til þess hvort arftaki Gunn­ars eigi að koma úr þeirra röðum eða hvort leita eigi annað, ligg­ur því ekki fyr­ir.

Lík­legt er úr þessu að málið skýrist ekki fyrr en eft­ir fund full­trúaráðsins sem boðaður hef­ur verið klukk­an átta í kvöld. Þá kynn­ir Gunn­ar vænt­an­lega hug­mynd­ir sín­ar um fram­haldið. 

Ómar Stef­áns­son vildi ekki svara því í gær­kvöldi hver yrðu viðbrögð fram­sókn­ar­manna ef sjálf­stæðis­menn til­nefndu ekki nýj­an bæj­ar­stjóra. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert