Brown: Nauðsynlegt að frysta eignir Landsbankans

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Reuters

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir í svarbréfi til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að það hafi verið nauðsynlegt að beita hryðjuverkalöggjöfinni svokölluðu og frysta eignir Landsbankans „til að tryggja fjárhagslegan stöðuleika í Bretlandi,“ segir í bréfinu, sem er dagsett 24. apríl sl.

Jóhanna skrifaði Brown bréf, sem er dagsett 7. apríl sl., þar sem hún leitar eftir viðbrögðum forsætisráðherrans við skýrslu fjárlaganefndar breska þingsins, þar sem gagnrýnt er að hryðjuverkalögum hafi verið beitt gegn Landsbankanum og Íslandi í kjölfar hruns bankans í október síðastliðnum. 

Brown tekur fram að brugðist verði við skýrslu þingnefndarinnar og málið skoðað ofan í kjölinn.

Mbl.is hefur fengið afrit af bréfaskiptum forsætisráðherranna sem eru meðfylgjandi.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mlb.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert