Samtök atvinnulífsins hafa skilað utanríkismálanefnd Alþingis umsögn um þingsályktunartillögur um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Segja samtökin að stjórnvöld megi ekki glata metnaði sínum um áframhaldandi þátttöku í Evrópska efnahagssvæðinu eins og hafi gerst á undanförnum árum. Slíkt geti reynst íslensku atvinnulífi dýrkeypt.
Undirstrikað er í álitinu, að skiptar skoðanir séu innan Samtaka atvinnulífsins um aðild Íslands að ESB og áréttað að SA muni gæta hagsmuna allra aðildarfélaga á grundvelli þess.