Eitrun í kræklingi úr Eyjafirði

Kræklingur.
Kræklingur.

Löm­un­ar­eitrun PSP hef­ur greinst í kræk­lingi úr Eyjaf­irði. Í sýn­um sem ný­lega voru tek­in til þör­unga­eit­urs­grein­ing­ar reynd­ist magn PSP vera rétt und­ir viðmiðun­ar­mörk­um en magn svo­nefndra al­ex­andri­um þör­unga, sem valda eitr­un­inni, eru yfir hættu­mörk­um. Mat­væla­stofn­un var­ar því við sterk­lega við neyslu og tínslu á kræk­lingi og öðrum skel­fiski úr Eyjaf­irði.

Fram kem­ur á heimasíðu Mat­væla­stofn­un­ar seg­ir að þör­unga­eit­urs­grein­ing, sem gerð var í síðustu viku, hafi sýnt magn PSP rétt und­ir viðmiðun­ar­mörk­um eða 72 µg/​kg en mörk­in eru 80 µg/​kg. Á sama tíma greind­ust þör­ung­ar af teg­und­inni al­ex­andri­um en þeir valda PSP eitrun.  Skv. taln­ingu var fjöld­inn  620 frum­ur/​lítra en hættu­mörk eru 500 frum­ur/​lítra. Annað sýni var tekið á sunnu­dag og var þá fjöldi Al­ex­andri­um teg­unda kom­inn í 1000 frum­ur/​lítra.

Áhrif PSP-eitr­un­ar á spen­dýr eru þau að eitrið trufl­ar natríum­bú­skap tauga­fruma, sem leiðir af sér trufl­un á tauga­boðum og get­ur valdið löm­un, önd­un­ar­erfiðleik­um og jafn­vel dauða. Þessi gerð þör­unga­eitr­un­ar hverf­ur úr skel­fisk­in­um á skömm­um tíma eft­ir að þör­ung­ar hafa horfið af hafsvæðinu.

Mat­væla­stofn­un seg­ist fylgj­ast með þróun mála á næst­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert