Endurnar snúa baki við Tjörninni

Frá Reykjavíkurtjörn.
Frá Reykjavíkurtjörn. mbl.is/Golli

Ástand fugla­lífs við Reykja­vík­urtjörn er óviðun­andi og sinnu­leysið í garð fugl­anna er í engu sam­ræmi við mik­il­vægi þeirra fyr­ir borg­ar­búa. Þetta er niðurstaða höf­unda nýrr­ar skýrslu um fugla­líf Tjarn­ar­inn­ar árið 2008.

Varp­s­tofni dugg­and­ar og æðar­fugls hef­ur hnignað mjög við Tjörn­ina í Reykja­vík og gargönd­in, sem áður var tíður gest­ur í miðborg­inni, er að hverfa úr fugla­fánu Tjarn­ar­inn­ar. Stokk­end­ur hafa hægt og bít­andi sótt í sig veðrið og skúf­and­ar­stofn­inn hef­ur að mestu staðið í stað.

Fugla­fána Tjarn­ar­inn­ar hef­ur verið vöktuð flest ár frá ár­inu 1973 til þess að fylgj­ast með breyt­ing­um á stofn­stærð og af­komu varp­fugla við Tjörn­ina. Að mati skýrslu­höf­unda get­ur æt­is­skort­ur að ein­hverju leyti út­skýrt anda­flótt­ann frá Tjörn­inni. Marflær eru horfn­ar úr tjörn­inni og vorflug­ur og mýflær sjást þar vart leng­ur.

Einnig get­ur skort­ur á ör­ugg­um var­plönd­um haft áhrif og einnig er mikið afrán á litl­um ung­um eft­ir að þeir koma á Tjörn­ina.

Í skýrsl­unni seg­ir að tryggja þurfi ör­yggi and­anna í friðland­inu, fóðra ung­ana kerf­is­bundið yfir sum­ar­tím­ann og bægja frá ógn úr háloft­un­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert