Eldsneyti hefur hækkað í verði í gær og dag á flestum bensínstöðvum hjá stóru olíufélögunum. Verð á bensínlítra hefur almennt hækkað um 5 krónur er algengt verð nú 179,80 krónur í sjálfsafgreiðslu. Verð á dísilolíu hefur hækkað um 4 krónur lítrinn og er nú 179,70 krónur. Síðast hækkaði verðið í síðustu viku.
Verðið hefur ekki hækkað enn hjá Alantsolíu og Bensínorkunni. Hjá Atlantsolíu kostar bensínlítrinn 173,30 krónur og dísilolíulítrinn 174,20. Hjá orkunni er verðið 0,10-0,20 krónum ódýrara að venju.