Framkvæmdaglaður bæjarstjóri

Gunnar Birgisson ræðir við sjálfstæðismenn á fundi í gær.
Gunnar Birgisson ræðir við sjálfstæðismenn á fundi í gær. mbl.is/Gunnar

Nú liggur fyrir, að Gunnar Ingi Birgisson mun láta af störfum sem bæjarstjóri Kópavogs á næstunni. Gunnar hefur verið oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi í tæpa tvo áratugi og verið bæjarstjóri frá árinu 2004.

Gunnar er verkfræðingur að mennt og tók hann meistarapróf í byggingaverkfræði frá Heriot-Watt háskólanum í Edinborg 1978. Doktorspróf í jarðvegsverkfræði tók Gunnar frá Háskóla Missouri 1983.

Gunnar var verkfræðingur hjá Norðurverki og Hönnun hf., verkfræðingur og framkvæmdastjóri Gunnars og Guðmundar hf. og Klæðningar ehf.

Hann var varaformaður Verktakasambands Íslands 1985 til 1986 og formaður þess 1986 til 1991. Hann sat í framkvæmdastjórn VSÍ og gegndi þar einnig varaformennsku um skeið. Hann var einnig formaður stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna.

Oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi varð Gunnar 1990. Hann var alþingismaður frá 1999 til 2006 en bæjarstjóri Kópavogs varð hann árið 2005.

Mikil uppbygging hefur verið í Kópavogi á undanförnum árum þar sem ný hverfi hafa risið hratt og í einu þeirra Smárahverfi tók bæjarstjórinn fyrstu skóflustungu að hæsta húsi landsins, 78 metra háu, í febrúar 2006.

Framkvæmdagleði bæjarstjórans hefur verið svo mikil að stundum hefur bæjarbúum þótt nóg um. Þeir hafa rætt um skipulagsslys og efnt til mótmæla. Mikill titringur var til dæmis meðal margra íbúa á Kársnesi þegar kynnt voru skipulagsdrög að þéttskipaðri fjölbýlishúsabyggð vestast á nesinu og stórskipahöfn.

Gunnar benti á það í kosningabaráttunni 2006 á að það hafi verið á stefnuskránni á eiga nægar byggingalóðir, skuldir á hvern íbúa hafi lækkað ár frá ári. Ekki hafi verið ekið of hratt á framkvæmdasviðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert