Framúrkeyrsla á 1. ársfjórðungi í Hafnarfirði

Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður. www.mats.is

Bráðabirgðauppgjör Hafnarfjarðarbæjar fyrir 1. ársfjórðung þessa árs sýnir framúrkeyrslu um 663 milljónir króna og 2,5 milljarða króna halla á þessu ári. Þetta kemur fram í bókun Sjálfstæðisflokks sem gerð var á fundi bæjarstjórnar í dag, og í tengslum við aðra umræðu um ársreikning síðasta árs.

Sjálfstæðisflokkurinn telur niðurstöður ársreiknings 2008 sýna í hnotskurn að fjármálastjórn Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hafi beðið skipbrot. „Frá upphafi valdatíma hennar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, árið 2002, ríkti stöðugt góðæri með síhækkandi atvinnustigi, stórauknum kaupmætti og kröftugri uppbyggingu atvinnufyrirtækja. Á þessum tíma hélt Samfylkingin uppi háskattastefnu og sást ekki fyrir í að framkvæma umfram getu og fjármagnaði með nýjum erlendum lánum,“ segir m.a í bókuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert