Gunnar hættir sem bæjarstjóri

Gunnar Birgisson á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í gærkvöldi.
Gunnar Birgisson á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í gærkvöldi.

Gunnar Birgisson mun hætta sem bæjarstjóri Kópavogs. Þetta var niðurstaða fundar hans og Ómars Stefánssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokks í morgun, að því er kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Ómar vildi ekki tjá sig um málið við mbl.is og ekki hefur náðst tal af Gunnari eftir fund þeirra Ómars. 

Gert er ráð fyrir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hittist að nýju í hádeginu í dag. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver verður eftirmaður Gunnars eða hvenær bæjarstjóraskiptin verða. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert