Gunnar hittir framsóknarmenn

Gunnar Birgisson og Ómar Stefánsson.
Gunnar Birgisson og Ómar Stefánsson.

Framsóknarmenn í Kópavogi eru rétt í þessu að ganga inn á fund með Gunnar Birgissyni, bæjarstjóra í Kópavogi.

Niðurstaða fundar fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna í Kópavogi í gærkvöldi var sú að fela Gunnari Birgissyni, bæjarstjóra, og bæjarfulltrúum flokksins að ræða við Framsóknarflokkinn um áframhaldandi samstarf flokkanna út kjörtímabilið. Visað var til farsæls samstarfs flokkanna.

Gunnar segir, að boð hans um að stíga til hliðar sem bæjarstjóri geti staðið þótt aðstæður hafi breyst og málið skýrst. 

Gunnar fékk mikinn stuðning á fundinum í gær. Boðað var til fundarins  til að ræða stöðu mála eftir að Framsóknarflokkurinn krafðist þess í síðustu viku að Gunnar viki vegna upplýsinga, sem komu fram um viðskipti Kópavogsbæjar við fyrirtæki dóttur hans, Frjálsa miðlun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert