Innheimta veggjalda kemur til álita

Vegagerð. Myndin er úr safni.
Vegagerð. Myndin er úr safni.

„Framkvæmdir í samgöngumálum verði auknar og skoðaðar leiðir til að flýta framkvæmdum, svo sem með aukinni einkaframkvæmd og fjármögnun lífeyrissjóða. Eitt af því sem kemur til álita við ákvörðun um einkaframkvæmd í samgöngumálum er innheimta veggjalda.“

Þetta kemur fram á minnisblaði starfshóps í Karphúsinu. Tekið hefur verið saman ítarlegt yfirlit á minnisblaði um verklegar framkvæmdir, áætlaðan kostnað við þær og fjölda starfa sem til yrðu. Þessi upptalning verkefna er þó ekki tæmandi eða endanleg niðurstaða en gert er ráð fyrir, að stjórnarflokkarnir taki sem fyrst afstöðu til þess hver þeirra verði fyrir valinu.

Bæst hafa við verkefni í umræðunni að undanförnu, s.s. verkefni í Tónlistarhúsinu og við orkuflutninga. Þá hafa einnig verið nefnd fleiri verkefni, sem ekki er búið að taka beina afstöðu til, á borð við álverið á Bakka og samgöngumiðstöð í Reykjavík.

Göng og vegagerð

Ráðast mætti í fjölda framkvæmda í einkaframkvæmd strax á þessu og næsta ári eða fyrir ríflega 20 milljarða skv. minnisblaði úr viðræðunum í Karphúsinu. Meginþungi framkvæmda við Vaðlaheiðargöng gæti orðið á næsta ári eða fyrir 5 milljarða. Fjárfesting vegna háskólasjúkrahúss næmi 1,5 milljörðum 2010 en færi svo vaxandi ár frá ári til 2014. Framkvæmt yrði fyrir 2 milljarða við 1. áfanga Suðurlandsvegar og 3,5 milljarða við fyrri áfanga Sundabrautar. Yfirlitið er enn á umræðustigi. Gert er ráð fyrir aðkomu lífeyrissjóða. Í gær komu fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar, borgarstjóri og fulltrúar sveitarfélaga á fundina.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert