Laun ekki ósnert

Stjórnvöld munu ekki komast hjá því að lækka laun starfsmanna ríkisins til þess að ná að rétta af fjárhag ríkisins. Áætlað er að skera þurfi niður um 35 til 55 milljarða á næsta ári.

Horft er sérstaklega til þess að lækka laun hjá þeim sem eru með hæstu launin. Sérstaklega eru það forstjórar og millistjórnendur hjá fyrirtækjum ríkisins og stofnunum sem þurfa að taka á sig launalækkanir. Af um 18 þúsund starfsmönnum ríkisins voru um 450 með yfir eina milljón á mánuði í fyrra. Laun þeirra munu lækka, a.m.k. niður fyrir laun forsætisráðherra, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Óljóst er hversu mikið getur sparast með þessum hætti en líklegt er að það verði hundruð milljóna.

Um helmingur ríkisstarfsmanna er með 400 þúsund á mánuði eða minna. Ólíklegt er að sá hópur verði fyrir mikilli launaskerðingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert