Ný verðlaun kennd við Erró

Erró í Listasafni Reykjavíkur.
Erró í Listasafni Reykjavíkur.

Borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur hef­ur ákveðið að stofna til svo­kallaðra Er­róverðlauna meðal reyk­vískra ung­menna. Verðlaun­in verða veitt ung­menn­um fyr­ir frum­leika og leikni í list­sköp­un. Þau verða af­hent annað hvert ár í tengsl­um við fyr­ir­hugaða barna­lista­hátíð. Til­laga þessa efn­is var samþykkt á fundi borg­ar­stjórn­ar í dag.

Er­róverðlaun­un­um er ætlað að vekja at­hygli á gildi list­mennt­un­ar í skól­um, ýta und­ir skap­andi hugs­un og menn­ing­ar­læsi ung­menna. Með verðlaun­un­um er jafn­framt stuðlað að samþætt­ingu list­greina og annarra náms­greina í skól­um. Verðlaun­in verða bæði veitt ein­stak­ling­um og hóp­um fyr­ir frum­leika, sköp­un­ar­kraft og leikni í list­sköp­un í hinum ýmsu list­grein­um.

Listamaður­inn Erró hef­ur hann hvatt til auk­inn­ar áherslu á list­sköp­un barna. Erró er jafn­framt vernd­ari verðlaun­anna. Marta Guðjóns­dótt­ir, frum­mæl­andi til­lög­unn­ar og full­trúi í menntaráði, sagði sér­stak­lega ánægju­legt að listamaður­inn hefði samþykkt að tengja nafn sitt við verðlaun­in. 

Menntaráð Reykja­vík­ur og menn­ing­ar- og ferðamálaráð skipa full­trúa í sam­eig­in­leg­an starfs­hóp til að sjá um fram­kvæmd og und­ir­bún­ing verðlaun­anna. Verðlaun­in verða af­hent í fyrsta sinn í tengsl­um við fyr­ir­hugaða barna­lista­hátíð næsta vor.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert