Óásættanleg framkoma forseta Alþingis

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis. mbl.is/Kristinn

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir fram­komu Ástu Ragn­heiðar Jó­hann­es­dótt­ur, for­seta Alþing­is, á Alþingi í dag óá­sætt­an­lega. Þá sló Ásta ótæpi­lega oft á bjöllu sína og rak þing­mann­in­um úr ræðustól. Þing­flokk­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins mun funda með for­set­an­um á næst­unni.

Sig­mund­ur kvaddi sér hljóðs und­ir liðnum fund­ar­stjórn for­seta á Alþingi í dag. Ásta Ragn­heiður taldi, þegar nokkuð var liðið á ræðu Sig­mund­ar, að hann væri alls ekki að ræða um fund­ar­stjórn sína og barði stans­laust í bjöllu sína þar til hann yf­ir­gaf ræðustól.

Sig­mund­ur seg­ir slík­an ein­leik á bjöll­una fá­heyrðan. Árum og jafn­vel ára­tug­um sam­an hafi þing­menn tjáð sig und­ir liðnum fund­ar­stjórn for­seta. Hann seg­ir sjálf­stæðis­menn m.a. hafa nýtt sér þetta mörg hundruð sinn­um á síðasta þingi.

Eft­ir að Sig­mund­ur var hrak­inn úr ræðustól und­ir bjöllu­hljóm kom Hösk­uld­ur Þór­halls­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, í ræðustól, mót­mælti fram­komu for­seta Alþing­is og krafðist þess að þing­flokk­ur Fram­sókn­ar­flokks fengi fund með for­set­an­um.

Sá fund­ur hef­ur ekki farið fram en verður vænt­an­lega í þess­ari viku. Þar mun Sig­mund­ur koma sín­um skoðunum á fram­færi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert