Safn um bankahrunið?

Húsið á jörðinni Veiðilæk.
Húsið á jörðinni Veiðilæk.

Engar framkvæmdir hafa verið á jörðinni Veiðilæk síðan í haust en þar hugðist Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, reisa sér frístundahús. Stendur byggingin ennþá hálfkláruð. Stungið hefur verið upp á því að reisa þar safn um bankahrunið.

Öll fjármögnun byggingarinnar var gerð í nafni Veiðilækjar ehf. Byggingu hússins var hætt í hruninu í október og síðan hefur ekkert gerst.

Lesandi sem hafði samband við Skessuhorn  kom með þá tillögu að eftir að húsið væri formlega komið í eigu ríkisins myndi verða komið þar á fót safni kringum bankahrunið. Myndi húsið standa að öðru leyti eins og það er nú, komandi kynslóðum til áminningar.

Í safninu mætti til dæmis koma fyrir líkani af einkaþyrlu, vaxbrúðusafni af völdum útrásarvíkingum, líkani af snekkju í Suðurhöfum og fallinni krónu í glerskáp sem hvíldi í leðursæti einkaþot.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert