Segja Gunnar ekki ætla að axla ábyrgð

Kópavogur.
Kópavogur.

Samfylkingin í Kópavogi segir ljóst að Gunnar Birgisson, bæjarstjóri, hyggist ekki axla siðferðislega skyldu. Skorar flokkurinn á Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn að skorast ekki undan ábyrgð.

Í yfirlýsingu sem Samfylkingin hefur sent frá sér segir að ljóst sé að Gunnar I Birgisson bæjarstjóri Kópavogs ætli sér ekki að axla siðferðislegu ábyrgð og víkja úr stóli bæjarstjóra þrátt fyrir að hann hafi gerst sekur um að hygla stórlega fyrirtæki í eigu dóttur hans varðandi viðskipti við bæinn.

Nú sé hins vegar reynt að láta umræðuna snúast um skýrslur endurskoðenda og lögfærðiálit en ekki sé rætt neitt um pólitíska og siðferðilega ábyrgð.  

„Krafa okkar fyrir hönd bæjarbúa er óbreytt: Að bæjarstjóri Kópavogs axli ábyrgð og víki sæti. Persónulegir hagsmunir hans mega ekki standa í vegi fyrir því að bæjarstjórn sé starfhæf nú þegar unnið er að lausn á þeim flóknu úrlausnarefnum sem liggja fyrir bæjaryfirvöldum. Það er skylda allra bæjarfulltrúa að horfa frá einka- og flokkshagsmunum og koma að stjórn bæjarins með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi," segir í tilkynningu Samfylkingarinnar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert