Átta prósenta hátekjuskattur verður lagður á laun yfir sjöhundruð þúsund og fjármagnstekjuskattur á tekjur yfir ákveðnu marki verður fimmtán prósent í stað tíu. Enn er óvíst hvort sykur og sælgætisskattur verður lagður á. Frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum var afgreitt úr ríkisstjórn í morgun og fer nú til umræðu í þingflokkum.
Tryggingagjald verður stórhækkað til að mæta aukinni þörf atvinnuleysistryggingasjóðs og ábyrgðasjóðs launa. Tekið verður á bótasvikum en talið er að þau nemi um tíu prósentum af útgjöldum Atvinnuleysistryggingasjóðs.
Jóhanna Sigurðardóttir segir að miðað sé við að taka meira hjá þeim sem séu með háar tekjur. Þannig er sett gólf á fjármagnstekjuskattinn til að hlífa þeim sem eiga hóflegan sparnað. Vonast til að hægt verði að afgreiða aðgerðir í ríkisfjármálum fyrir helgi ef samkomulag verður um það við stjórnarandstöðuna. Skattahækkanir eiga að taka gildi fyrsta júlí, samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar.
Myndskeið mbl sjónvarps er á leiðinni.