Undirbúningi fjárlaga 2010 verði hraðað

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. Reuters

Rekstrarstjórar ráðuneytanna hafa sameinast um að þrýsta á stjórnvöld að flýta ákvörðun um útgjaldaramma ráðuneyta á árinu 2010. Að mati Ríkisendurskoðunar er ljóst að undirbúningur sparnaðaraðgerða getur ekki hafist fyrir alvöru fyrr en útgjaldaramminn liggur fyrir.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Ríkisendurskoðun um fjármálastjórn ráðuneyta og skil á rekstraráætlunum til Alþingis.

Flest ráðuneytin hafa fundað með forstöðumönnum stofnana og búið þá undir frekari niðurskurð á árinu 2010. Engin bein fyrirmæli um slíkan niðurskurð hafa þó borist frá stjórnvöldum. Rekstrarstjórar ráðuneytanna telja því brýnt að undirbúningi við vinnu fjárlaga árið 2010 verði hraðað.

Reikna má með að ráðuneyti og stofnanir muni þurfa nokkurn tíma til að bregðast við væntanlegum kröfum um niðurskurð, ekki síst ef nauðsynlegt reynist að segja starfsfólki upp. Í nokkrum ráðuneyta hefur verið unnið að því að undirbúa sameiningu stofnana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert